Selma Björnsdóttir verður gestakennari

29.08 2016

Við erum svo heppin að fá Selmu Björnsdóttur til liðs við okkur á haustönn. 

Selma kennir  nemendum í Einsöngvaranáminu framkomu - leiklist

Selma hefur gríðalega mikla reynslu sem söngkona og leikkona.
Selma leikstýrði Vesalingunum, Oliver!, Kardemommubænum og Karíusi og Baktusi í Þjóðleikhúsinu. Hún var jafnframt aðstoðarleikstjóri í Með fulla vasa af grjóti.
Hún leikstýrði Gosa í Borgarleikhúsinu og Grease í Loftkastalanum.
Hún var meðleikstjóri og kóreógraf í The Heart of Robin Hood hjá Royal Shakespeare Company.
Selma hefur einnig unnið við fjölda sýninga sem danshöfundur og aðstoðarleikstjóri og unnið talsvert við sjónvarp og talsetningu. Hún hefur jafnframt starfað við kennslu í söng, danslist og leiklist.
Selma stundaði nám í leikstjórn við Bristol Old Vic Theatre School vorið 2010.

 

Námskeið veturinn 2016-2017 hefjast 19.september

11.08 2016

Skráning er hafin á haustnámskeiðin. 

Við ætlum að gera örlitlar breytingar á námskeiðum, endilega fylgist með hérna á heimasíðunn

og á facebooksíðunni okkar

Við byrjum 19.september

Við erum að byrja aftur - SKRÁNING ER HAFIN

07.01 2016

Við erum endurnærð eftir notaleg jól og árámót og erum til í nýtt námskeið. 

Sendið okkur endilega email á meiriskoli@meiriskoli.is

Söngur og Framkoma

10-12 ára, 13-15 ára, 16 - 20 ára og 20 ára og eldri !!! ALLIR VELKOMNIR 

10. vikur

- Þetta námskeið hentar mjög vel fyrir þá sem eru byrjendur, eru að prufa sig áfram. 

- Þetta er líka fyrir þá sem vilja halda áfram hjá okkur,(við höldum áfram vinnunni)

- Litlir hópar

- Allir fá að njóta sín

- Einsöngur, dúettar, hópsöngur

- Vinkonur, vinir geta komið saman í tíma....eða ekki

 

Einsöngvaranám

Þetta nám er hannað fyrir þá sem að vilja meira. Syngja meira, meiri vinnu, meiri kunnáttu.

10-12 vikur

- Einkatímar

- Undirleikstími með Davíð Sigurgeirssyni

- 1 stórir tónleikar 2-3 minni tónfundir

- Leiklist, Alexandertækni, masterklassar

- Sóló, dúettar og samsöngur

Einsöngvaradeild með tónleika

10.12 2015

Einsöngvaradeild MEiriskóla heldur tónleika föstudaginn 11.desember í Tónkvísl í Hafnarfirði

Fram koma nemendur sem stunda nám á Einsöngvaradeild. Þessi deild er sniðinn fyrir þá sem lengra eru komnir, eða þeir sem vilja taka sönginn alvarlega.

Að læra á röddina er mikil vinna. Það tekur tíma, hugrekki og fókus.

Við ætlum að enda þessa önn með skemmtilegum tónleikum þar sem nemendur taka sólólög við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Þemaið í ár er Íslensk tónlist.

Á tónleikunum verða einnig fluttir dúettar úr öllum áttum og nemendur taka svo lagið öll saman.

Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og allir eru velkomnir

Haustnámskeið hefjast 21.september - Skráning er hafin

17.08 2015

Skráning er hafin á haustnámskeiðin. 

Námskeið sem verð í boði eru

- Söngur og framkoma

Nánari lýsingar á námskeiðum er hérna á síðunni

10 - 12 ára

13-15 ára

16-20 ára

20 ára og eldir

- Einsöngvaranám (16 ára og eldri)

Nánari lýsingar á námskeiðum er hérna á síðunni

Byrjendanámskeið

Framhald

- Einakatímar 

 

Söngleikjanámskeið í Hafnarfirði !!!

13.05 2015

Söngleikjanámskeið í Hafnó. 

Kennsla verður frá 15.-21.júní í Tónkvísl.

10-12 ára

13-15 ára 

16-20 ára. 

Frí á 17. júní

verð: 21.000,-

Sendið okkur póst á meiriskoli@meiriskoli.is

Nánari upplýsingar hérna á síðunni undir "Námskeið"

 

 

Einkatímar á Sauðárkrók 26.-31.maí

28.04 2015

Viltu komast í einkatíma í söng hjá Margrét Eir

Sendu okkur email á meiriskoli@meiriskoli.is

Nafn - kennitölu- símanúmer - emal

Nánari upplýsingar eru hér á síðunni "Námskeið"

Sumarnámskeið Sauðárkrók 26.-31.maí

28.04 2015

MEiriskóli verður aftur á ferðinni á Sauðarkrók í maí. 

Boðið verður uppá stutt hópanámskeið í Söng og framkomu

Einkatímar verða í boði fyrir 16 ára og eldri

Endilega sendið okkur skráningu á meiriskoli@meiriskol.is

Nánari lýsing á námskeiðinu er hérna á síðunni undir "Námskeið"

Ný námskeið hefjast 19.janúar

07.01 2015

Ný námskeið hjá MEirskóla hefjast mánudaginn 19.janúar

Endilega sendið okkur email með spurningum og skráningu á meiriskoli@meiriskoli.is

Kennsla fer fram í Hafnarfirði og Reykjavík

Upplýsingar um námskeið eru hérna á síðunni. 

  • Söngur og framkoma
  • Einsöngvaranámskeið
  • Söngleikjanámskeið - í boði í mars og apríl (stutt námskeið og verður auglýst síðar)

Kennarar eru þau Margrét Eir, Erla Jónatansdóttir og Davíð Sigurgeirsson

 

Gjafabréf hjá MEiriskóla

09.12 2014

Söngur er frábær gjöf.

Sendið okkur email á meiriskoli@meirskoli.is og þið fáið sent til ykkar eða sótt til okkar Gjafabréf hjá MEIriskóla. 

Á vorönn verðum við áfram með námskeiðin okkar Söngur og Framkoma, Einsöngvaranám 10 vikur. 

Hlökkum til að sjá ykkur

 

Söngnámskeið á Sauðárkrók 12.-14.september

27.08 2014

Helgina 12.-14.september verður MEiriskóli staddur á Sauðárkrók. Námskeiðið er fyrir 10 ára og eldri !!!
Námskeiðið kallast Söngur og framkoma. Við ætlum að læra að kynnast röddinni okkar betur.

Markmiðið er að stíga fram og syngja en það er margt sem þarf að huga að til að þetta gerist. Upphitun og æfingar, hrista af sér stressið,velja sér lag, æfa sviðsframkomu og hreyfingar og læra að syngja í hljóðnema.

Það er aldrei of seint að byrja. Námskeiðið er bæði fyrir þá sem eru að byrja og þá sem eru komnir lengra.

kennari: Margrét Eir
verð : 15.000,-
Skráning: meiriskoli@meiriskoli.is EÐA sendið okkur skilaboð hérna á facebook.

Sendið okkur upplýsingar með:
Nafni, kennitölu, netfangi og símanúmer


10-12 ára/13-15 ára/16 ára og eldri
Kynning, hrista hópinn saman.velja sér lag, æfingar og upphitun
Fös 15:00-17:00 10-12 ára
Föst 17:00-19:00 13-15 ára
Föst 19:00-21:00 16 ára og eldir

Þennan dag byrja allir að syngja sín lög/prufa að syngja saman/upphitun/tæknivinna og fleira
Laugardag 9:00-12:00 10-12 ára
Laugardag 12:30-16:00 13-15
Laugardag 16:30-20:00 16 ára og eldri

Þennan dag höldum við áfram að syngja sín lög/prufa að syngja saman/upphitun/tæknivinna og fleira. Dagurinn endar með tónleikum þar sem allir eru velkomnir
Sunnud. 10-12:30 10-12 ára æfing og tónleikar kl 12:30
Sunnud. 13:00-16:00/17:00 Æfing og tónleikar kl 16
Sunnud. 17:00- 21:00 Æfing og tónleikar kl 20:30

Haustnámskeið hefjast 15.september

19.08 2014

Skráning á haustnámskeið eru hafin.

Námskeið í boði eru

Söngur og framkoma

10-12 ára - fyrir þá sem eru að byrja og lengra komna

13-15 ára - Líka fyrir þá sem eru að byrja og lengra komna

16 ára og eldri- um að gera að skella sér í söngtíma, hitta skemmtilegt fólk og prufa sig áfram

20 ára og eldri - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT AÐ BYRJA !!!

Nánari lýsing er hérna undir "Námskeið"

Einsöngvaranám

16 ára og eldri - Fyrir þá sem vilja leggja meira á sig. Meiri vinnu. Nánari lýsing er hérna undir "Námskeið"

Kennsla fer framm í Tónkvísl í Hafnarfirði og Döðlunni Síðumúla 29.

Sendið okkur póst á meiriskoli@meiriskoli.is

Síminn hjá okkur er 822 - 0837

Söngleikjanámskeið á Húsavík 7.-9.júlí

30.06 2014

Skráning á meiriskoli@meiriskoli.is

Sumarnámskeið - Söngleikjanámskeið

30.05 2014

Sumarnámskeið

Við ætlum að bjóða uppá viku söngleikjnámskeið 9.-13. júní

10-12 ára kl 13-16

13-15 ára kl 17-20

Mæting frá mánudegi til föstudags og við endum með sýningu. 

Allir eru velkomnir að skrá sig á þetta námskeið. Á sumrin á að vera gaman.

Sendið okkur upplýsingar á meiriskoli@meiriskoli.is

Nafn, kennitölu, email og símanúmer

Vortónleikar !!!

25.03 2014

Helgina 5.-6. apríl verða vortónleikar. Þar ætla nemendur að stíga á stokk og syngja lög sem þau hafa valið. Þarna verða sóló númer, dúettar og jafnvel tríó

Við hvetjum ykkur öll til að mæta og styðja við bakið á krökkunum okkar

kær kveðja

Kennarar MEiriskóla

Hérna fyrir neðan koma dagsetningar, tímar og nöfn

Laugardagur 05.04.2014


10-12 ára


Mæting: 12:00 Tónleikar 13-14:30
Bergdís,Svandís,Alexander,Sandra,Þórdís Ragnhildur, Isobel, Morgan,Sunneva,Lovísa,
Lára,Hekla, Viktoría, Silja,Vala, Mímir,Fjóla

 


13-15 ára 1.tónleikar


Mæting 14:30 Tónleikar 15:30
Halldór, Úlfur, Jón Yngvi, Sóley, Sunna,Diljá, Bekka,Viktoría, Ísabella


Sunnudagur 06.04.2014

13-15 ára nr 2. tónleikar


Mæting 14:00 Tónleikar 15:00

Arnór,Jenný,Embla, Sigrún, Eydís, Kristín, Ingibjörg, Tara,
 


Tónleikar 16-20 ára


Mæting 16:00 Tónleikar:17:00

Hrefna Líf, Egill, Eydís, Magnea, Rakel ,Salka,Pála Ögn, Guðmundur
Tónleikar 21+ ára


Mæting 18:00 Tónleikar 19:00
Margrét Lilja Pétursdóttir, Kristín Ýr, Þura,Margrét, Sally
Sigurlaug Ingvarsdóttir Diana,Sonja,Alda, Tómas ,Andrea, Heiðdís 

Vortónleikar hjá MEIriskóla

17.03 2014

Vortónleikar skólans verða helgina 5.-6. apríl í Tónkvísl í Hafnarfirði

Lokatónleikar Einsöngvaradeildarinnar verða þriðjudaginn 15.apríl í FÍH (Félag Íslenskar Hljómlistarmanna) Rauðagerði 27

Vornámskeið komin á fullt

04.02 2014

Vornámskeiðin okkar eru hafin og fullt í alla hópa. 

Vortónleikar verða helgina 5.- 6. apríl 

Vortónleikar Einsöngvaradeildar verða 14.apríl  "Stevie Wonder tribute"

 

Ný námskeið hefjast 20. janúar

08.01 2014

Ný námskeið hefjast 20. janúar. Námskeið fyrir 10-12 ára, söngur og framkoma fyrir 13-15, 16-20 og 20- eldri og einsöngvaranám. Skráning er á netfangið meiriskoli@gmail.com og í síma 822 0837.

Skráning á haustnámskeið hafin !!

22.08 2013

Skráning á haustnámskeið er hafin !!!

Námskeið sem verða í boði eru Söngur og framkoma fyrir 10-12 ára I og II . Söngur og framkoma 13-15 ára I, II og framhald