Einsöngvaradeild með tónleika

10.12 2015

Einsöngvaradeild MEiriskóla heldur tónleika föstudaginn 11.desember í Tónkvísl í Hafnarfirði

Fram koma nemendur sem stunda nám á Einsöngvaradeild. Þessi deild er sniðinn fyrir þá sem lengra eru komnir, eða þeir sem vilja taka sönginn alvarlega.

Að læra á röddina er mikil vinna. Það tekur tíma, hugrekki og fókus.

Við ætlum að enda þessa önn með skemmtilegum tónleikum þar sem nemendur taka sólólög við undirleik Davíðs Sigurgeirssonar. Þemaið í ár er Íslensk tónlist.

Á tónleikunum verða einnig fluttir dúettar úr öllum áttum og nemendur taka svo lagið öll saman.

Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og allir eru velkomnir

Til baka