Selma Björnsdóttir verður gestakennari

29.08 2016

Við erum svo heppin að fá Selmu Björnsdóttur til liðs við okkur á haustönn. 

Selma kennir  nemendum í Einsöngvaranáminu framkomu - leiklist

Selma hefur gríðalega mikla reynslu sem söngkona og leikkona.
Selma leikstýrði Vesalingunum, Oliver!, Kardemommubænum og Karíusi og Baktusi í Þjóðleikhúsinu. Hún var jafnframt aðstoðarleikstjóri í Með fulla vasa af grjóti.
Hún leikstýrði Gosa í Borgarleikhúsinu og Grease í Loftkastalanum.
Hún var meðleikstjóri og kóreógraf í The Heart of Robin Hood hjá Royal Shakespeare Company.
Selma hefur einnig unnið við fjölda sýninga sem danshöfundur og aðstoðarleikstjóri og unnið talsvert við sjónvarp og talsetningu. Hún hefur jafnframt starfað við kennslu í söng, danslist og leiklist.
Selma stundaði nám í leikstjórn við Bristol Old Vic Theatre School vorið 2010.

 

Til baka