Kennarar

Erla Jónatansdóttir

Erla hefur lokið bæði kennaranámi og söngnámi frá Tónlistarskóla F.Í.H. og er auk þess með B.Ed. próf í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem söngkennari frá því að hún stundaði enn nám í Tónlistarskóla F.ÍH. og hefur kennt í Söngskóla Maríu Bjarkar,  Meiriskóla og tekið að sér einkatíma. Hún hefur sungið á ýmsum vígvöllum og má þar meðal annars nefna hljómsveitina Dægurflugurnar, bakraddir með Moses Hightower og Unu Stef. Einnig tók hún þátt í söngleiknum Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu árið 2007 ásamt ýmsum smærri verkefnum að ótöldum tónleikum og uppfærslum á vegum Tónlistarskóla F.Í.H.
Erla kennir bæði 10 – 12 ára hópum og 13 – 15 ára og er með masterklass tíma fyrir alla nemendur skólans á námskeiðinu.

Margrét Eir

Margrét Eir hefur starfað sem atvinnusöngkona og leikkona á Íslandi í yfir 20 ár. Hún hefur unnið með helstu tónlistarmönnum landsins, sungið inn á margar plötur sem sólósöngvari og bakrödd. Hún hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og verið hluti af Frostrósum frá upphafi. Árið 2000 gaf hún út sína fyrstu sólóplötu og tvær aðrar fylgdu í kjölfarið. Fjórða var svo dúettaverkefnið MoR Duran. Af verkefnum Margrétar í leikhúsi má nefna Hárið 1994, Rent 1999, Oliver hjá LA og Vesalingana í hlutverki Madame Thernardier. Í vetur er hún í hlutverki Fröken Andrews og Fuglakonunnar í uppsettningu Borgararleikhúsins af Mary Poppins. Margrét hefur leikstýrt bæði í menntaskólum og áhugaleikhúsum, vinnur við að talsetja teiknimyndir ásamt því að syngja með hljómsveitinni Thin Jim.