Söngur og framkoma II

17.05 2013

Áframhald frá fyrranámskeiði Söngur og framkoma I

Farið verður í gegnum æfingar, upphitanir til að styrkja röddina. Öndun, líkamsæfingar, túlkun, framkoma, og textameðferð eru hlutir sem farið verður í. Timarnir byggjast upp á aðferð Kristin Linklater “Freeing the Natural Voice”. Aðferðin byggist meðal annars á að getað notað röddina án óþarfa spennu og kvíða. Styrkja röddina og stækka með tækni sem styðst við öndun og líkmasliðkun. Einnig verður farið í hvernig á að velja sér lög við sitt hæfi og grafið verður í lög og texta. Á þessu námskeiði verður samsöngur. Nemendur fá tvö lög í hendurnar í byrjun annar sem þau þurfa að læra laglínu og rödd. Nauðsynlegt er að nemendur kunni að syngja með öðrum. Í lok annar eru tónleikar

10 vikur

1 x viku 

1 x Taktur og tónlist (MasterKlass)

1 x tónleikar

Kennarar: Margrét Eir, Erla Jónatansdóttir

Verð: 48.000